Ég hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að ná meiri árangri.
Með ástríðu fyrir framgangi og vexti og 25 ára stjórnunarreynslu hef ég í gegnum tíðina komið að og stýrt margvíslegum verkefnum sem skilað hafa góðum árangri og hagstæðri rekstrarniðurstöðu.
​
Ég er rekstrar- og stjórnunarráðgjafi, streituráðgjafi og markþjálfi og vinn með litlum og meðalstórum fyrirtækjum að því að:
-
Styrkja rekstur
-
Ná fram meiri skilvirkni
-
Auka árangur
-
Efla stjórnendur og starfsfólk
​
Áhersla mín er tvíþætt. Annars vegar býð ég upp á rekstrar- og stjórnunarráðgjöf með áherslu á skipulag, umbætur, rekstrarmál og hagræðingu og hins vegar streituráðgjöf, markþjálfun og mentorþjónustu til eflingar mannauðs.
Aukinn árangur og bætt rekstrarniðurstaða er drifkraftur minn og kem ég að verkefnum til lengri eða skemmri tíma. Tek að mér einstök verkefni eða vinn við hlið stjórnenda við að leysa þau vandamál sem þau standa frammi fyrir. Jafnframt hjálpa ég stjórnendum og starfsmönnum að eflast í starfi og nýti þá ýmist markþjálfun, handleiðslu eða ráðgjöf.
​
Styrkur minn liggur í breiðum reynslugrunni, sterkri greiningarhæfni og stefnumiðaðri hugsun. Ég á að baki stjórnunarreynslu í sölu- og markaðsmálum, mannauðsmálum, við rekstrarstjórnun og framkvæmdastýringu. Lengst af hef ég starfað innan heilsu- og lyfjageirans, bæði við heildsölu og smásölu, en hef einnig starfað við fjölmiðla, á auglýsingastofu, við útgáfustarfsemi og í ferðaþjónustu.
.jpg)

ViðskiptaRáðgjöf
Vöxtur og framgangur
Tímabundinn stuðningur getur skipt sköpum þegar verkefnin eru mörg og álagið er mikið. Að útvista einstökum verkefnum eða fá inn sérfræðiþekkingu og liðsauka til skamms tíma getur hraðað framgangi og leitt til skjótari lausn mála. Með tímabundinni aðstoð hjálpa ég fyrirtækjum við skipulagsaðgerðir, umbætur og rekstrarhagræðingu með það að markmiði að efla grunnforsendur, styrkja rekstur og bæta tekjumöguleika.
​
Ég hjálpa fyrirtækjum með því að:
-
Greina starfsemina og ytri aðstæður
-
Finna og vinna úr þeim tækifærum sem þau hafa
-
Skýra markmið og áherslur
-
Leggja til tillögur að umbótum
-
Aðstoða við innleiðingu og eftirfylgni verkefna
Heildræn nálgun, stefnumiðuð hugsun ásamt sterkri greiningarhæfni á gögn og rekstur leggja grunninn að því hvernig ég starfa. Til að tryggja áframhaldandi framgang og styðja enn frekar við verkefni býð ég upp á markþjálfun og handleiðslu samhliða ráðgjöf. Þannig má stuðla að auknu sjálfstæði mannauðs, efla forsendur til framtíðar og skapa aðstæður svo viðvarandi árangur megi nást.
markþjálfun / streituráðgjöf
Meiri árangur
Öllum er mikilvægt að fá tækifæri til að takast á við áskoranir og vaxa og eflast í lífi og starfi. Jafnframt viljum við njóta okkar, ná árangri, eiga líf í jafnvægi og elta drauma okkar. Með fjölþætta reynslu af því að vinna með fólki aðstoða ég stjórnendur og starfsfólk við að greina tækifæri, takast á við breytingar og styrkja stöðu sína.
​
Ég hjálpa fólki:
-
Að líða betur í krefjandi aðstæðum.
-
Að takast á við og stjórna streitu.
-
Að verða skilvirkari og ná meiri árangri.
-
Að standast kröfur og væntingar án þess að líf og heilsa líði fyrir.
-
Að öðlast jafnvægi í lífinu.
-
Að rísa upp í áskoranir sína og drauma.
​
Markþjálfun:
Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa fólki að vinna úr ákveðnum málum og ná meiri árangri. Að öðlast skýrari sýn á málin, skoða alla fleti þess og samtímis að leggja drög að mögulegum leiðum svo hægt sé að raungera þá sýn, óskir og markmið sem unnið er að hverju sinni. Þetta er afar valdeflandi og árangursríkt ferli og einhver skilvirkasta aðferð til að koma auga á tækifæri, ná tökum á breytingum, skilgreina væntingar og ná þeim árangri sem stefnt er að.
​
​
Streitumarkþjálfun og streituráðgjöf:
Streitumarkþjálfun er frábrugðin hefðbundinni markþjálfun að því leiti að hér er einnig unnið með ráðgjöf og fræðslu. Streitumarkþjálfun byggir á þremur þáttum:
-
Streitulosun – þar sem unnið er að því að róa streitukerfið og koma líkamanum í jafnvægi á ný.
-
Markþjálfun - þar sem unnið er úr persónulegum streitutengdum áskorunum hvers og eins.
-
Fræðslu og ráðgjöf um streitu og streitustjórnun.
​​
Árangur streitumarkþjálfunar:
-
Þú kemst í jafnvægi á ný.
-
Þú lærir að þekkja streitueinkennin þín og hvað þau þýða.
-
Þú lærir að skilja streituvalda þína og hvernig má vinna úr þeim.
-
Þú öðlast verkfæri og færni til að takast á við streitu.
-
Þú nærð tökum á streitustjórnun til framtíðar.
​
Nánari upplýsingar um streitu, streituúrvinnslu og streitumarkþjálfun má finna á síðunni minni streita.is
​
Aðferðafræði streitumarkþjálfunar/-ráðgjafar sem ég vinn eftir var prófuð vísindalega í rannsókninni COPESTRESS á Vinnu- og umhverfislækningadeild Bispebjerg sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Um er að ræða sannreynda streituúrvinnslu, fræðslu og fyrirbyggjandi streitustjórnun - rannsókn sem sýndi einkar mikinn árangur einstaklinga í að ná tökum á streitu og koma veikindaskráðum til starfa á ný.
​
​
Mentorþjónusta:
Sem mentor hjálpa ég fólki að takast á við starfstengdar áskoranir. Hjálpa þeim að vinna úr ákveðnum málum sem þau eru að glíma við. Jafnframt hjálpa ég þeim sem þess óska að skilgreina áherslur og mælikvarða til samræmis við stefnu fyrirtækisins og að leggja drög að og leiða þær umbætur sem kunna að vera þarfar. Ég aðstoða einnig við að styrkja persónulega færni, getu og þekkingu til að efla frammistöðu, trúverðugleika og árangur í starfi og tryggja að bæði persónulegum væntingum sem og kröfum fyrirtækisins sé mætt.
​
​
​
Ég hef lokið ICF vottuðu ACC markþjálfanámi hjá Evolvia ehf og er vottaður streitumarkþjálfi frá Forebyg Stress ApS í Danmörku. Jafnframt hef ég sótt fjölda námskeiða og ráðstefna á sviði stjórnunar, hvatningar og eflingar mannauðs og staðið fyrir verkefnum sem lúta að eflingu stjórnenda og stuðla að frekari sjálfstæði þeirra í starfi.

menntun og reynsla
Menntun
-
MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík
-
BA í auglýsinga- og markaðsfræði frá San Jose State University.
-
Diplómanám á mastersstigi í fyrirtækjalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. (Er hálfnuð með 30 eininga nám)
-
Streitumarkþjálfi frá Forebyg Stress Aps í Danmörku
-
Markþjálfi frá Evolvia
-
Heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition
-
Reykleysisráðgjafi frá Kræftens Bekæmpelse (dönsku Krabbameinssamtökin)
-
Sjúkraliði frá Verkmenntaskóla Akureyrar
Fyrirtæki sem ég hef starfað hjá







"Við Bára unnum saman yfir tveggja ára tímabil þegar hún starfaði sem sölustjóri Heilsu ehf., dótturfyrirtæki Lyfju. Bára er rekstrarmanneskja fram í fingurgóma og rekstrargreiningar frá henni eru engu líkar. Bára tók þátt í innleiðingu á nýju viðskiptakerfi hjá okkur sem var umfangsmikið og mikilvægt verkefni, uppsetning viðskiptakerfis hefur mikil áhrif á aðgengi rekstrarupplýsinga og það eru fáir sem treysta má jafn vel til að gæta þess að slíkir hlutir séu í lagi. Það sem mér finnst helst einkenna Báru er hversu kraftmikil, lífsglöð og hreinskilin hún er."
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
​
​
"Ég hef unnið með Báru að margvíslegum verkefnum yfir langt tímabil og hefur hún sýnt að hún er öflug rekstrarmanneskja með góða greiningarhæfni bæði á rekstur og tölur. Bára er óhrædd við að takast á við krefjandi verkefni og breið færni hennar og reynsla skila því að hún er fljót að greina aðstæður og leggja á ráðin með breytingar. Hún á auðvelt með að hrífa fólk með sér, finnur málum skýran farveg og kemur þeim í framkvæmd."
Hreggviður Jónsson, fjárfestir.
​
​
"Bára er traust og lausnamiðuð manneskja sem nálgast verkefni á faglegan og skipulagðan hátt. Með breiða reynslu og góðan skilning á fyrirtækjarekstri er hún fljót að ná heildarsýn, greina stöðu mála og vinna verkefnum framgang. Kraftmikil orka og einlæg samskipti einkenna Báru ásamt vinnusemi og metnaði til að ná árangri."
Halla Tómasdóttir, forstjóri The B Team.
​
​
"Bára er gríðarlega öflug rekstrarmanneskja og dugnaðarforkur. Hún er fljót að setja sig inn í flókin mál og fá yfirsýn yfir flókna rekstrarlega þætti. Við höfum unnið saman að umbreytingaverkefnum og þar var hún lykilmanneskja í skipulagningu og gerð heildaráætlana sem hún auðveldlega kom í framkvæmd.
Styrkleikar hennar liggja víða enda með fjölbreytta reynslu sem gerir hana gríðarlega verðmæta til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Samviskusemi, nákvæmni, færni og áreiðanleiki eru hennar aðalsmerki."
Jón Axel Ólafsson, framkvæmdastjóri Plentuz fjárfestinga ehf.
​
​
"I had the opportunity to work with Bára for 5 years as responsible for sales and marketing in Iceland at Johnson & Johnson Consumer. During that period Bára managed all marketing plans and execution from idea to implementation in pharmacies and with other customers. This was done with knowledge around media effect, field force execution and customer development that only few people have the skillset for. The results are speaking for itself growing sales with +55% and market share gain for all our major brands within that 5-year period. The result is a sum of above and a high passion for driving business results with a human face and planning and executing with attention to detail if adjustments need to be done. This builds trust in a business partnership and not least trust when it comes to delivering a plan."
Tonny Krogh, Head of Brand Activation Nordic, Nicorette at Johnson & Johnson.

Tækifærin leynast í þokunni!
